Pepsi Max mörkin: „Óíþróttamannslegt hjá Castillion“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 10:30 Geoffrey Castillion verður ekki með Fylki í næsta leik vísir/daníel Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira