Hvað með 80 km hraða? Hrönn Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun