Karlalið KR er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og heimsækir FH í kvöld þar sem í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum. KR-ingar hafa farið Manchester City leiðina í bikarnum í sumar.
Leikur FH og KR á Kaplakrikavelli hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.40.
KR-ingar eru á toppnum í Pepsi Max deildinni, ellefu stigum á undan FH-liðinu en FH fékk hins vegar þremur stigum meira en KR í síðustu umferð. KR vann aftur á móti deildarleik liðanna á sama stað í júní.
KR-ingar hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnina hingað til í sumar því liðið hefur aðeins mætt liðum úr Inkasso-deildinni og úr 2. deildinni. Eins og Manchester City í bikarkeppnunum á síðustu leiktíð hefur ekki reynt mikið á Vesturbæinga hingað til en það breytist allt í kvöld.
KR-ingar þurfa þá að gera það sem þeim hefur ekki tekist í 1476 daga.
Nú er svo komið að KR-liðið hefur ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár eða síðan liðið vann ÍBV í undanúrslitaleik liðanna 30. júlí 2015.
KR vann þann leik 4-1 þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Óskar Örn er sá eini af þeim sem er enn hjá KR.
Síðustu sex bikarsigrar KR-liðsins hafa komið á móti liðum úr neðri deildum en fjögur af fimm síðustu bikartöpum KR hafa verið á móti úrvalsdeildarliðum. Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Síðustu sjö bikarsigar KR-inga:
8 liða úrslit 2019: 3-0 sigur á B-deildarliði Njarðvíkur
16 liða úrslit 2019: 2-0 sigur á C-deildarliði Völsungs
32 liða úrslit 2019: 5-0 sigur á C-deildarliði Dalvíkur/Reynis
32 liða úrslit 2018: 7-1 sigur á C-deildarliði Aftureldingar
16 liða úrslit 2017: Sigur í vítakeppni á B-deildarliði ÍR
32 liða úrslit 2017: 4-1 sigur á B-deildarliði Leiknis F.
Undanúrslit 2015: 4-1 sigur á A-deildarliði ÍBV
Síðustu fimm bikartöp KR-inga
16 liða úrslit 2018: 1-0 tap fyrir A-deildarliði Breiðabliks
8 liða úrslit 2017: 3-2 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar
32 liða úrslit 2016: 2-1 tap fyrir B-deildarliði Selfoss
Úrslitaleikur 2015: 2-0 tap fyrir A-deildarliði Vals
Undanúrslit 2013: 2-1 tap fyrir A-deildarliði Stjörnunnar
KR-ingar hafa ekki unnið úrvalsdeildarlið í bikarnum í fjögur ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn



Fleiri fréttir
