Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 11:57 Epstein var handtekinn snemma í júlí og sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/EPA Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent