Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 21:49 Drög að útliti einnar byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að rísi á Byko-reitnum Mynd/Plúsarkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor. Reykjavík Skipulag Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira