Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 21:49 Drög að útliti einnar byggingarinnar sem gert er ráð fyrir að rísi á Byko-reitnum Mynd/Plúsarkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor. Reykjavík Skipulag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum og fjölga þess í stað íbúðum. Borgarráð á eftir að samþykkja afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Reiturinn afmarkast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu en þar eru nú bílastæði. Reiturinn er nefndur Byko-reiturinn þar sem Byko-verslun var um árabil í því húsnæði sem verslunin Víðir var nýverið í áður en verslunin lokaði. Árið 2016 voru kynntar breytingar á deiliskipulagi reitsins sem gerðu ráð fyrir 70 íbúðum á reitnum á tveimur til fjórum hæðum, gististað á einni til fimm hæðum auk verslana og þjónustu. Heildarbyggingarmagn var samkvæmt tillögunni 15.700 fermetrar.Drög að afstöðumynd reitsins.Mynd/PlúsarkitektarÍ tillögu Plúsarkitekta er óskað eftir því að Reykjavíkurborg veiti heimild fyrir því að fallið verði frá hugmynd að hóteli á reitnum. Þess í stað verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði á öllum reitnum, auk atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Hringbraut. Þannig er óskað eftir því að leyfilegum hámarksfjölda íbúða verði breytt úr 70 í 84 íbúðir. Þá er óskað eftir því að inn- og útkeyrsla bílakjallara verði á Hringbraut en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir innkeyrslu við Hringbraut en útkeyrslu við Sólvallagötu. Þá er einnig óskað eftir því að svalir megi ná út fyrir byggingarreit og/eða lóðamörk að Hringbraut. Ekki er óskað eftir auknu byggingamagni eða fjölgun hæða og umfang mannvirka á lóðinni verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Í tillögu Plúsarkitekta segir að nýir lóðarhafar vilji hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Byggingafélagið Kaldalón, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, keypti nýverið reitinn af félaginu K. Steindórsson ehf., sem er í eigu viðskiptafélaganna Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar, að því er kom fram í Fréttablaðinu í vor.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira