Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:42 Frá Nuuk á Grænlandi. Vísir/Getty Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Fréttum af áhuga Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hefur verið tekið með vantrú og háði í Danmörku. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, telur að aprílgabb á röngum árstíma hljóti að vera á ferðinni. Wall Street Journal sagði frá því í gær að Trump hefði ítrekað spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á að kaupa Grænland. Auðlindir eyjunnar og hernaðarlegt mikilvægi virðist hafa verið það sem kveikti áhuga forsetans. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að sumir ráðgjafanna hafi aðeins hlegið að hugmyndinni en aðrir hafi tekið hana mun alvarlegar. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur með eigin landstjórn. Danir fara þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir Grænlendinga. „Við erum opin fyrir viðskiptum en við erum ekki til sölu,“ segir Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands. Sumir danskir stjórnmálamenn virtust taka fréttunum undran. „Þetta hlýtur að vera aprílgabb. Algerlega á röngum árstíma,“ tísti Rasmussen um fréttirnar af áhuga Trump.It must be an April Fool's Day joke ... but totally out of sesson! https://t.co/ev5DDVZc5f— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) August 15, 2019 „Ef hann er í raun og veru að íhuga þetta þá er það lokasönnun þess að hann hafi gengið af göflunum. Sú hugmynd af Danmörk seldi 50.000 borgara til Bandaríkjanna er algerlega fáránleg,“ segir Søren Espersen, talsmaður Þjóðarflokksins í utanríkismálum. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, eru sögð ætla að tjá sig um fréttirnar síðar í dag. „Ég er viss um að meirihlutinn á Grænlandi telur að það sé betra að vera í sambandi við Danmörku en Bandaríkin til lengri tíma litið,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður grænlenska flokksins Inuit Ataqatigiit á danska þjóðþinginu.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00