Ósætti með samskipti við borgina vegna ástandsins í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:00 Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Skólahald hefst á ný í Fossvogsskóla í næstu viku þrátt fyrir að rakaskemmdir séu enn á austurhlið hússins. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir húsnæðið öruggt en nokkrir foreldrar ætla ekki að senda börn sín í skólann á fimmtudaginn. Forsaga málsins er sú að í Fossvogsskóla fundust raka- og loftgæðavandamál um miðjan mars og var skólanum lokað á meðan ráðist var í framkvæmdir. Sjá einnig: Foreldrar bálreiðir á hitafundi í Fossvogsskóla Í síðustu viku var aðstandendum nemenda greint frá því að framkvæmdum verði ekki lokið áður en skólastarf hefst í næstu viku. Enn eru rakaskemmdir á austurhlið skólans og verður skólahald því í öðrum hlutum byggingarinnar. Helga Guðmundsdóttir er foreldri barns í Fossvogsskóla.Vísir/SIGURJÓN „Ég held að margir hafi álitið að þegar skólinn yrði tekinn í notkun þá yrði hann tilbúinn. Það var gengið út frá því. Það er ljóst að svo verður ekki,“ segir Helga Guðmundsdóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur segir að borgin hafi í einu og öllu farið eftir fyrirmælum heilbrigðiseftirlitsins. „Auðvitað eru vonbrigði að við þurfum að þétta í húsinu því það eru ekki allir hlutar hússins tilbúnir til afhendingar því það á eftir að klára ákveðin atriði,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Aðspurður hvort öruggt sé að senda börn í skólann á meðan enn sé rakaskemmdir að finna segir hann að svo sé. „Við getum sagt já miðað við leiðbeiningarnar og það sem búið er að segja okkur þá er þetta öruggt skólahúsnæði,“ segir Helgi. Mikillar reiði gætti meðal foreldra á fundi í Fossvogsskóla í gærkvöldi, sér í lagi vegna ákvörðunar um að bera aftur inn í skólann bækur og húsgögn. Helga segist þó afar þakklát starfsfólki skólans fyrir að halda skólastarfi gangandi miðað við aðstæður. „Það var búið að fullvissa nokkra foreldra um það að það yrði ekki gert. Það getur reynst afar erfitt og sumir segja ómögulegt að þrífa blöð og svamp þannig að það sé alveg öruggt að ekki sé gró í blöðunum og svampnum.“ Mynd tekin af Fossvogsskóla í dag.Vísir/Egill Hún segir að fátt hafi verið um svör frá borginni á fundinum í gær. „Þeir sem hefðu helst þurft að vera þarna voru ekki á staðnum til að svara fyrir.“ Helgi hafði sjálfur ekki tök á því að mæta á fundinn. „En þarna voru fulltrúar frá Verkís, sú verkfræðistofa sem hefur fylgst náið með framkvæmdunum.“ Í samtali við fréttastofu sögðu nokkrir foreldrar að þau hafi ákveðið að senda börnin sín ekki í Fossvogsskóla þegar skólahald hefst í næstu viku vegna ástandsins.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Jón segir Guðrúnu eigna sér árangur forvera sinna og gera lítið úr þeim Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira