Ingó flutti lagið um Valla Reynis m.a. í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og vakti það stormandi lukku.
Lagið var einnig spilað á Laugardalsvellinum þegar kvennalið Selfoss varð bikarmeistari í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengingu í kvöld.
Þegar bikarmeistararnir nýkrýndu komu á Selfoss í kvöld tóku bæjarbúar á móti þeim. Valli var þar á meðal og að sjálfsögðu ber að ofan en í laginu er sungið um að Valli trylli kofann er hann fari úr að ofan.
Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri sunnlenska.is, birti skemmtilega mynd á Twitter af Valla Reynis þegar hann tók á móti bikarmeisturunum í kvöld.
Valli Reynis fer alltaf úr að ofan! #selfossdottir#bikarmeistarar#aframselfoss#bikarinnyfirbruna#vallireynispic.twitter.com/zX9P3KTPBU
— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) August 17, 2019
Með því að smella hér má lesa umfjöllun Vísis um Valla Reynis frá því fyrr í vikunni.