Fengu þjálfarann til að lýsa leiknum sem hann var að þjálfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 14:00 Sean McVay. Getty/ Alika Jenner Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar eru alltaf að leita nýrra leiða til að komast nærri íþróttinni sem þær eru að sýna frá og gefa áhorfendum sínum um leið eins flotta þjónustu og þau geta. Enn eitt dæmið um það var í NFL-deildinni um helgina. Að þessu sinni voru það innanbúðarmenn hjá deildinni á NFL Network sem plötuðu einn fremsta þjálfara deildarinnar til að tala við lýsendur þeirra í miðjum leik. Leikurinn var á milli Los Angeles Rams og Dallas Cowboys og þjálfarinn var Sean McVay. Það eru nánast engar líkur að sjónvarpsstöð fengi þjálfara til að gera þetta í alvöru leik en McVay var klár í þessum leik á undirbúningstímabilinu. Sean McVay fékk heyrnartólin á sig í miðri sókn Dallas Cowboys og lýsti í raun því sem var að gerast inn á vellinum. Hann ræddi um leið við lýsendur NFL Network eins og sjá má hér fyrir neðan.Coach Cam: McVay breaks down the defense! pic.twitter.com/cEQdlt7kVF — Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 18, 2019Sean McVay átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann sýndi hversu megnugur hann er sem þjálfari í NFL-deildinni. McVay kom þá liði Los Angeles Rams alla leið í leikinn um Super Bowl. Á tveimur tímabilum með lið Los Angeles Rams hefur hann gert liðið að einu besta liði deildarinnar en þegar Sean McVay tók við þá var hann aðeins 30 ára og 11 mánaða. Hann er yngsti þjálfarinn í NFL-deildinni í nútímanum. Dallas Cowboys vann leikinn á endanum 14-10 en ekki er vitað hvort þessi „truflun“ NFL Network verði kennt um. Úrslitin skipta Sean McVay og lærisveina hans litlu máli en þetta var annar undirbúningsleikur Rams liðsins og hafa þeir báðir tapast. NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar eru alltaf að leita nýrra leiða til að komast nærri íþróttinni sem þær eru að sýna frá og gefa áhorfendum sínum um leið eins flotta þjónustu og þau geta. Enn eitt dæmið um það var í NFL-deildinni um helgina. Að þessu sinni voru það innanbúðarmenn hjá deildinni á NFL Network sem plötuðu einn fremsta þjálfara deildarinnar til að tala við lýsendur þeirra í miðjum leik. Leikurinn var á milli Los Angeles Rams og Dallas Cowboys og þjálfarinn var Sean McVay. Það eru nánast engar líkur að sjónvarpsstöð fengi þjálfara til að gera þetta í alvöru leik en McVay var klár í þessum leik á undirbúningstímabilinu. Sean McVay fékk heyrnartólin á sig í miðri sókn Dallas Cowboys og lýsti í raun því sem var að gerast inn á vellinum. Hann ræddi um leið við lýsendur NFL Network eins og sjá má hér fyrir neðan.Coach Cam: McVay breaks down the defense! pic.twitter.com/cEQdlt7kVF — Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 18, 2019Sean McVay átti frábært tímabil í fyrra þar sem hann sýndi hversu megnugur hann er sem þjálfari í NFL-deildinni. McVay kom þá liði Los Angeles Rams alla leið í leikinn um Super Bowl. Á tveimur tímabilum með lið Los Angeles Rams hefur hann gert liðið að einu besta liði deildarinnar en þegar Sean McVay tók við þá var hann aðeins 30 ára og 11 mánaða. Hann er yngsti þjálfarinn í NFL-deildinni í nútímanum. Dallas Cowboys vann leikinn á endanum 14-10 en ekki er vitað hvort þessi „truflun“ NFL Network verði kennt um. Úrslitin skipta Sean McVay og lærisveina hans litlu máli en þetta var annar undirbúningsleikur Rams liðsins og hafa þeir báðir tapast.
NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira