Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 08:09 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21