Já, fullveldið skiptir máli Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. ágúst 2019 07:30 Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar