Beinbrunasóttarfaraldur á Filippseyjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2019 11:30 Farið var í bólusetningarátak á landsvísu árið 2016. Vísir/Getty Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku. Filippseyjar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku.
Filippseyjar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira