Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2019 12:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14