Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2019 12:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14