Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 10:50 Dinoponera-maur af undirtegundinni australis. Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira