Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli í Fossvogsdal. Vísir/Vilhelm Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06
Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27