Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 16:27 Ástandið í Fossvogsskóla er ekki gott þessa dagana. Vísir/Vilhelm Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. Segja má að um enn eitt áfallið sé að ræða fyrir nemendur, foreldra og kennara í skólanum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur a.m.k. einn reynslumikill kennari ákveðið að færa sig um set og kveðja skólann eftir tæplega tveggja áratuga starf. Fossvogsskóla var lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Hafa nemendur meðal annars fengið inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Aðalbjörg segir í tölvupósti til foreldra í dag að hún hafi verið ráðin skólastjóri í Norðlingaskóla frá áramótum. „Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði. Hins vegar er það svo að ég vann við Norðlingaskóla í tíu ár lengst af sem aðstoðarskólastjóri auk þess að leysa skólastjóra af um nokkurt skeið í fjarveru hans.“ Nú bjóðist það tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hafi átt hvað lengstan starfsaldur auk þess sem hún hafi tekið ríkan þátt í að móta stefnu og starfhætti sem þar ríkja. „Þetta var því tækifæri sem ég gat ekki látið mér úr greipum ganga þó svo að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir. Ég hef notið þess að vinna með ykkur síðustu tvö ár og vona að ýmislegt af því sem við höfum endurmetið og mótað í sameiningu efli starf skólans inn í framtíðina.“ Aðalbjörg segist hafa komið þeim tilmælum til yfirmanna skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að hugað verði að því að auglýsa skólastjórastöðu Fossvogsskóla eins fljótt og kostur er svo eyða megi þeirri óvissu hver taki við af henni og hvenær. „Þetta er ekki hvað síst mikilvægt þar sem skólasamfélagið okkar hér í Fossvogskóla hefur þurft að búa við mikla óvissu í vetur eins og kunnugt er.“ Fram kom á fundi skólastjóra með foreldrum á dögunum að Fossvogsskóli væri enn verr farinn af myglu en áður hefði verið talið. Var Aðalbjörg spurð að því á fundinum hvernig gengi að halda í kennara við svona óvissuástand þar sem óvíst er hvenær hægt verði að framhalda skólahaldi í Fossvoginum. Samkvæmt heimildum Vísis sagði Aðalbjörg að vel gengi að halda í kennara og mikill einhugur væri í hópnum. Ekki náðist í Aðalbjörgu við vinnslu fréttarinnar.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira