Hleypur fyrir fimm ára systur sína sem greindist með heilaæxli Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2019 09:00 Systurnar á góðri stund. „Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér. Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
„Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér.
Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira