Lýðkjörinn og þá á ekkert að segja eða gera segir formaður KÍ Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2019 15:18 Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég sem félagsmaður í Félagi grunnskólakennara er afar ósátt. Ástæðan hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgist með. Dæmdur einstaklingur sem var lýðræðislega kosinn heldur embætti sínu og samviska hans ræður. Að auki þaggar stjórn FG málið, lætur ekkert frá sér heyra. Veit vel að ekki er hægt að taka embætti af lýðkjörnum einstaklingi eða kjósa að nýju enda ekki farið fram á það. Ég vil að formaður KFR stígi til hliðar í þeim störfum sem hann sinnir fyrir grunnskólakennara þar til málið er til lykta leitt. Á ekki einu sinni að þurfa umræðu eins og einn félagsmaður sagði inn á síðu grunnskólakennara. Sannist sakleysi er hann hjartanlega velkominn aftur til starfa. Stjórn Félags grunnskólakennara getur sent yfirlýsingum um að hann stígi til hliðar á meðan málið er í áfrýjunarferli. Það er ekki bara að hann fari fyrir svæðafélagi heldur situr hann í samninganefnd og viðræðunefnd félagsins. Hafi stjórn FG fulla trú á honum efir dómsuppkvaðninguna vil ég fá að vita það sem félagsmaður og tel mig í fullum rétti til þess. Stjórn Kennarafélags Reykjavík getur gert það sama. Stjórnin getur óskað eftir að formaðurinn stígi til hliðar þar til öll kurl eru komin til grafar. Það grefur undan trúverðugleika einstaklings sem ætlar að sitja eins og þrjóskur hrútur í embætti og veldur stéttinni skaða með því. Málið minnir á margt um mál dómsmálaráðherra þegar dómur MDE féll. Hún ætlaði að sitja sem fastast og allir gerðu vitleysu nema hún. Svæðadeildir félags grunnskólakennara geta líkað skorað á formanninn að stíga til hliðar. Deildirnar eru hluti af félaginu og kljást við ímynd félagsins út á við. Svona uppákoma skaðar ímynd og trúverðugleika stéttarinnar. Samninganefnd og viðræðunefnd ættu að gefa út yfirlýsingu um málið. Ef ekki stuðningsyfirlýsingu þá áskorun að formaðurinn stígi til hliðar þannig að stéttin viti hug þeirra í málinu. Ég skil ekki aðgerðaleysi viðkomandi nefndarmanna í þessu máli. Stjórn sem tekur ekki af skarið, eins og stjórn FG, skaðar heildina en verndar einstaklinginn. Stundum þarf maður að gera meira en það sem gott þykir. Enn á ný skora ég á stjórn Félags grunnskólakennara að koma með yfirlýsingu, annað tveggja stuðningsyfirlýsingu eða ósk um að formaðurinn stígi tímabundið til hliðar. Afstöðuleysi er ekki í boði að mínu mati. Þegar núverandi stjórn barðist fyrir kjöri sínu var félagsmönnum lofað, af hluta stjórnar, að starfshættir myndu breytast frá fyrri stjórn. Þeir töldu margt að á þeim bæ. Ég beit á agnið með suma stjórnarmennina og hef orðið fyrir vonbrigðum. Margir bíða enn eftir breytingunum sem boðaðar voru fyrir rúmu ári síðan. Stjórn stéttarfélags sem sýnir félagsmönnum svona framkomu missir trúverðugleika. Nú þegar hefur stjórn FG beðið hnekki og trúverðugleiki stjórnarinnar minnkar svo lengi þaggar niður umrætt mál.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun