Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. júlí 2019 13:37 Matarvagnar á Miðbakka. Facebook/Reykjavik Street Food Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food. Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food.
Reykjavík Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira