Telja sig fá lítinn stuðning þrátt fyrir lífshættulegt ástand Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:15 Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Móðir drengs, sem fór hratt inn í heim neyslunnar, segir barnið sitt ítrekað daðra við dauðann. Þrátt fyrir það séu úrræði engin sem styðji hann og fjölskylduna við að koma honum út úr þessum aðstæðum. Mikið sé um ódýrt læknadóp á götum borgarinnar. Í kjölfar umræðunnar um að Landspítalinn hafi ekki, enn sem komið er, tök á að þjónusta ungmenni í neyslu- og fíknivanda og veita með afeitrunarmeðferð, bráðameðferð og aðra þá sjúkrahús þjónustu sem þarf, tjáði Sigríður Þóra Óðinsdóttir, móðir ungs drengs með fíknivanda, sig á Facebook um þann vanda sem fjölskyldan glímir við. Í nóvember í fyrra fól heilbrigðisráðherra Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu- og með fíknivanda. Ekki hefur enn tekist að koma því á laggirnar. Ráðherra hefur því samið við SÁÁ að meðferð fyrir börn undir 18 ára aldri verði áfram á Vogi sem stendur. „Hann byrjaði í sinni neyslu bara fyrir ári síðan. Við erum að tala um ár. Neyslan hans breyttist alveg rosalega eftir áramót núna. Þá erum við að tala um þessi harðari efni. Þegar hann er kominn þangað, eða þegar krakkar eru komnir þangað almennt, af því sagan okkar er ekki bara sagan okkar, þá fer þetta rosalega hratt niður,“ segir Sigríður. Hún segir mikiðúrræðaleysi í kerfinu og að sonur sinn falli í raun á milli kerfa. Ef börn séu ekki með greiningu á ofvirkni, athyglisbrest eða eitthvað slíkt, þá hafi þau ekki greiðan aðgang inn í stuðningskerfið. „Í okkar tilfelli þá höfum við ekki náð að koma drengnum í gegnum greiningarferli. Hann þarf að vera í góðu ástandi til að gera það. Ef hann er á slæmum stað þá getur hann ekki farið í greiningarferlið ef hann hefur ekki farið í greiningarferlið þá getur hann ekki fengið þá aðstoð sem er jú klárlega til staðar. En það er ekki aðgangur í fyrir hann,“ segir hún. Úrræðin séu svo fá að sonur hennar sé með neyslufélaga sínum í meðferð eins og staðan er í dag. „Maður veit alveg hvernig sú saga endar af því að svo er bara spurning hvað kemur eftir meðferðina. Það er í raun lítil stuðningur við fjölskylduna sem kemur eftir meðferð,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira