Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 20:00 Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00