Fósturmissir Teitur Guðmundsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun