Mætti til æfinga í brynvörðum bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 23:30 Jalen Ramsey er mjög öflugur varnarmaður og líka með sjálfstraustið í lagi. Getty/Michael Reaves Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019 NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira
Leikmennirnir í ameríska fótboltanum eru að mæta til æfinga þessa daganna og það styttist óðum í NFL-tímabilið sem hefst í byrjun september. Sumar af athyglissjúkum stjörnum deildarinnar leita oft nýrra leiða til að fá athygli fjölmiðla þegar þeir mæta aftur til æfinga og varnarmaðurinn Jalen Ramsey vildi tilheyra þeim hópi. Jalen Ramsey mætti til æfinga hjá liði Jacksonville Jaguars í brynvörðum bíl eins og sjá má hér fyrir neðan.Jalen Ramsey rolled into Jaguars camp in an armored truck https://t.co/ZBItNyB5Ij — Post Sports (@PostSports) July 24, 2019Jalen Ramsey er 24 ára gamall og að fara að byrja sitt fjórða tímabil með liði Jacksonville Jaguars. Fyrir ári síðan var hann mikið í fjölmiðlum eftir að hafa gagnrýnt marga af leikstjórnendum NFL-deildarinnar eins og þá Joe Flacco, Josh Allen, Jimmy Garoppolo, Eli Manning og Ben Roethlisberger svo einhverjir séu nefndir. Nú mætti vakti hann athygli á eigin kostum með því að mæta á brynvörðum bíl og fékk líka félaga sinn kynna sig inn með gjallarhorni. Þar var hann sagður svo góður að hann ætti skilið bæði eigið farsímanet og eigið fangelsi, Jalen Towers. Það síðastnefnda því hann dekkar útherja mótherjanna svo vel að það sé eins og þeir hafi verið settir í fangelsi. Að þessu sinni vildi Jalen Ramsey líka senda forráðamönnum Jacksonville Jaguars skilaboð um að hann vilji fá stóran samning. Jaguars borgar honum 3,6 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 13,7 milljónir dollara fyrir það næsta. Hann er ekki laus fyrr en sumarið 2021. Jalen Ramsey vill fá nýjan samning og það helst áður en sá gamli rennur út. Þess vegna mátti sjá peningapoka í brynvarða bílnum.@JalenRamsey is back #DUUUVALpic.twitter.com/vZgQ9yH6Qo — #DUUUVAL (@Jaguars) July 24, 2019
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Sjá meira