A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2019 09:07 Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. Vísir/ap Bandaríski rapparinn A$AP Rocky sem hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan 3. júlí síðastliðinn var í morgun ákærður fyrir líkamsárás. Rapparinn, sem heitir raunverulega Rakim Mayers, er gert að sök að hafa ráðist að manni þann 30. júní síðastliðinn, rétt áður en hann átti að koma fram á tónlistarhátíð þar í landi. Atvikið náðist á myndband en það er eitt af aðalsönnunargögnum í málinu. Sænskur saksóknari, Daníel Suneson, sagði í yfirlýsingu í morgun að hann hefði ákært rapparann og tvo meinta samverkamenn hans vegna gruns um líkamsárás. Meint líkamsárás hafi valdið þolanda miklum skaða. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að umrætt atvik var glæpsamlegt þrátt fyrir fullyrðingar um sjálfsvörn og ögrun.“ Ákærðu verða áfram í haldi þar til mál þeirra verður tekið fyrir í dómsal. Héraðsdómur Stokkhólms mun tilkynna um dagsetningu í næstu viku. Á myndbandinu sem farið hefur sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sést A$AP Rocky fleygja umræddum manni af öllu afli í götuna. Lögmaður rapparans segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.Myndskeiðið ekki eina sönnunargagnið Suneson sagðist hafa komist að hinu gagnstæða eftir að hafa gaumgæft sönnunargögnin í málinu. „Það er vert að taka fram að ég hef aðgang að mun meiri upplýsingum og sönnunargögnum en það sem áður hefur verið birt á samfélagsmiðlum,“ sagði Suneson og bætti við: „Til viðbótar við myndefni af atvikinu er vert að nefna að frásögn hins slasaða af atvikinu kemur heim og saman við frásögn vitna.“ Löfven sagði nei við Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og til að reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Trump sagðist persónulega geta ábyrgst rapparann. Þetta gerði hann eftir að hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans Roni Eriksson, sagði í samtali við fréttastofu AP að Löfven og Trump hefðu átt vinalegt spjall sem einkenndist af virðingu en að Löfven hefði hefði „passað sig að leggja mikla áherslu á algjört sjálfstæði sænska réttarkerfisins, saksóknara og dómstóla,“ og sagði að ríkisstjórnin mætti ekki og myndi ekki reyna að hafa áhrif á framvindu í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky sem hefur verið í haldi sænskra lögregluyfirvalda síðan 3. júlí síðastliðinn var í morgun ákærður fyrir líkamsárás. Rapparinn, sem heitir raunverulega Rakim Mayers, er gert að sök að hafa ráðist að manni þann 30. júní síðastliðinn, rétt áður en hann átti að koma fram á tónlistarhátíð þar í landi. Atvikið náðist á myndband en það er eitt af aðalsönnunargögnum í málinu. Sænskur saksóknari, Daníel Suneson, sagði í yfirlýsingu í morgun að hann hefði ákært rapparann og tvo meinta samverkamenn hans vegna gruns um líkamsárás. Meint líkamsárás hafi valdið þolanda miklum skaða. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að umrætt atvik var glæpsamlegt þrátt fyrir fullyrðingar um sjálfsvörn og ögrun.“ Ákærðu verða áfram í haldi þar til mál þeirra verður tekið fyrir í dómsal. Héraðsdómur Stokkhólms mun tilkynna um dagsetningu í næstu viku. Á myndbandinu sem farið hefur sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum sést A$AP Rocky fleygja umræddum manni af öllu afli í götuna. Lögmaður rapparans segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.Myndskeiðið ekki eina sönnunargagnið Suneson sagðist hafa komist að hinu gagnstæða eftir að hafa gaumgæft sönnunargögnin í málinu. „Það er vert að taka fram að ég hef aðgang að mun meiri upplýsingum og sönnunargögnum en það sem áður hefur verið birt á samfélagsmiðlum,“ sagði Suneson og bætti við: „Til viðbótar við myndefni af atvikinu er vert að nefna að frásögn hins slasaða af atvikinu kemur heim og saman við frásögn vitna.“ Löfven sagði nei við Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og til að reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Trump sagðist persónulega geta ábyrgst rapparann. Þetta gerði hann eftir að hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West. Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans Roni Eriksson, sagði í samtali við fréttastofu AP að Löfven og Trump hefðu átt vinalegt spjall sem einkenndist af virðingu en að Löfven hefði hefði „passað sig að leggja mikla áherslu á algjört sjálfstæði sænska réttarkerfisins, saksóknara og dómstóla,“ og sagði að ríkisstjórnin mætti ekki og myndi ekki reyna að hafa áhrif á framvindu í réttarkerfinu. Áhrifafólk í skemmtanalífinu í Hollywood hefur stigið fram og lýst yfir fullum stuðningi með rapparanum en þeirra á meðal er söngvarinn Justin Bieber, viðskiptamógúllinn Kris Jenner og rapparinn Slim Jxmmy. Þá hafa fjölmargir í bandarísku rappsenunni kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00