
Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran

Leikurinn hefst klukkan 13:00. Í tilkynningu frá KKÍ kemur fram að ákvörðun um leiktímann hafi verið tekin í samráði við tónleikahaldara.
Búist er við miklum mannfjölda í Laugardalnum þennan dag og umferðartakmarkanir verða vegna tónleikanna sem hefjast klukkan 18:30. Laugardalsvöllurinn verður opnaður klukkan 16:00.
Þetta eru fyrri tónleikar Sheerans af tveimur á Laugardalsvelli. Þeir seinni fara fram sunnudaginn 11. ágúst.
Ísland hefur leik í forkeppni EM 7. ágúst þegar liðið mætir Portúgal ytra.
Íslendingar mæta svo Sviss í Laugardalshöllinni 10. ágúst eins og áður sagði. Viku síðar taka Íslendingar á móti Portúgölum.
Síðasti leikur Íslands í forkeppninni er svo gegn Sviss í Montraux 21. ágúst.
Tengdar fréttir

Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur
Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015.

Ed Sheeran tekur tvær heimsfrægar stjörnur með sér á Laugardalsvöllinn
Tvær stjörnur slást í hópinn með Ed Sheeran á Laugardalsvellinum í sumar.

Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða
Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar.

Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project.

Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni
Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli.

Hlynur svaraði kallinu og hætti við að hætta
Hlynur Bæringsson mun klæða sig í íslensku landsliðstreyjuna á ný eftir að hafa ákveðið að hætta með landsliðinu í vor.

Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp
Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.