Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:12 Kjósendur greiða atkvæði í þingkosningum í nóvember. Rússar eru enn taldir reyna að skipta sér af bandarískum kosningum eins og þeir gerðu árið 2016. Vísir/EPA Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent