Mótmælendur höfðu safnast saman í Chater Garden en þar hafði verið gefið leyfi fyrir mótmælum, áður en þeir færðu sig út fyrir það svæði. Mótmælendur virtu tilskiptanir lögreglu að vettugi og marseruðu í gegn um borgina.
Smærri hópar skildu sig frá mótmælunum og stöðvuðu umferð á stórum umfeðraræðum. Margir mótmælendanna klæddust svörtu, sem er einkennislitur þeirra, og báru skilti þar sem aðför lögreglu var gagnrýnd.
Óeirðalögreglan stöðvaði hóp mótmælenda, sem flestir voru ungir, sem var að reyna að ná til stjórnarskrifstofu Kína. Aðstæður fóru fljótt úr böndunum og skaut lögreglan fjölda gúmmíkúla og táragasi á mótmælendur. Göturnar voru fylltar reyk og voru mikil átök. Mótmælendur gripu hvað sem varð í vegi þeirra sem hægt var að nota sem skildi og beittu bambus prikum sem vopnum, köstuðu eggjum, múrsteinum og öðrum hlutum á lögreglu.