Var að reyna að eignast barn en féll þess í stað á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 10:00 Golden Tate með eiginkonu sinni Elise Pollard Tate. Getty/Aaron J. Thornton Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012. NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira
Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012.
NFL Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sjá meira