Herra Hnetusmjör opnar sendiráð Kópavogs í Austurstræti Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 14:10 Rapparinn Herra Hnetusmjör. FBL/ERNIR „Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“ Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“
Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira