Borga sig glaðir inn á sinn eigin leik Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 13:00 Kórdrengirnir á æfingu í gærkvöldi í Safamýri þar sem félagið spilar einnig sína heimaleiki. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, er með 25 stig og Kórdrengir tveimur stigum minna í þriðju deildinni í fótbolta en liðin spila í kvöld. Þó liðin muni vafalítið berjast innanvallar hafa þau ákveðið að leggjast á eitt og leikmenn, þjálfarar og jafnvel þeir sem koma til með að starfa á leiknum munu borga sig inn en það kostar þúsund krónur inn. Mun allur ágóði leiksins renna í styrktarsjóði þriggja Íslendinga sem féllu frá fyrir skömmu eftir baráttu við krabbamein. Kórdrengir gerðu boli í júní sem var hluti af styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið. Metnaður þeirra við að láta gott af sér leiða kemur víða fram. Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, segir að KV hafi átt hugmyndina og það hafi verið auðvelt að segja já við þessari bón. „KV vildu leggja sitt af mörkum í þessari söfnun og hugmyndin kemur frá þeim. Lífið snýst um meira en bara fótbolta en ef það er hægt að blanda þessu tvennu saman, að láta gott af sér leiða og sparka í fótbolta, þá er það jákvætt,“ segir hann. Fótboltamenn hafa ekki verið mjög duglegir að láta gott af sér leiða miðað við aðrar íþróttagreinar hver svo sem ástæðan er en Kórdrengir bera nafn með rentu. „Við höfum verið í styrktarsöfnun #fyrirFanney í rúma tvo mánuði sem hefur gengið vel. Hún lést því miður fyrir skömmu en þetta er gert fyrir börnin hennar og KV lagði inn á styrktarreikning okkar fyrir Fanneyju. Þeir höfðu strax áhuga á að láta gott af sér leiða og höfðu samband við mig og vildu gera eitthvað sniðugt í kringum leikinn sem við tókum að sjálfsögðu fagnandi. Það verður mikið húllumhæ bæði innan vallar og utan.“Ingvar Þór Kale varð Íslandsmeistari með Breiðabliki.Vísir/AntonDavíð segir að í hópi Kórdrengja ríki mikil tilhlökkun vegna leiksins í kvöld. Allir séu heilir og klárir í takkaskóna. „Þetta verkefni okkar er ekki þannig að það sé verið að tjalda til einnar nætur. Við sem stöndum að liðinu viljum gera alvöru fótboltalið og höfum mikinn metnað til þess. Það vilja allir vera með, hvort sem það eru leikmenn eða styrktaraðilar. Við fáum góða mætingu á völlinn og þetta hefur risið hratt. Það er allt eða ekkert hjá okkur og stundum erum við sem stöndum að liðinu of peppaðir en ég held að við höfum gert þetta nokkuð vel. Þó að við séum nýir í þessu og ég sé að stíga mín fyrstu skref í þjálfun, nýbúinn að fá UEFA-réttindi frá KSÍ, tel ég að leikmenn og aðrir geti verið sáttir. Það vill enginn fara frá okkur og þeir sem ætluðu að stoppa stutt á sínum tíma eru hér enn. Við reynum að hafa góða umgjörð fyrir leikmenn og vöndum okkur þar. Líkamlegt atgervi leikmanna er mjög gott. Við erum ekki bara að taka þátt heldur erum við í þessu til að vinna. Leikmenn smitast af okkar metnaði og leikmenn sem áður voru of þungir eru komnir með magavöðva og eru óhræddir við að sýna þá,“ segir hann léttur. Fyrir tímabilið fékk liðið Kjartan Guðbrandsson til að koma tvisvar til þrisvar í viku og æfa liðið vel fyrir komandi átök. Það er enginn afsláttur gefinn og allir mæta á allar æfingar. „Það er enginn sem er að hringja og afboða sig. Við erum með sterka leikmenn og þeir eru enn með ástríðu fyrir fótbolta og eru ekki komnir hingað til að leika sér.“ Í hópi Kórdrengjanna eru margir leikmenn sem eiga leiki í efstu deild og Íslandsmeistaratitil eins og markvörðurinn Ingvar Þór Kale. „Við erum með gott lið og mér finnst vera stígandi í okkar leik. Við erum með langtímaplan fyrir klúbbinn en fyrsta markmiðið er alltaf að komast upp úr þriðju deildinni sem er ekkert sjálfgefið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, er með 25 stig og Kórdrengir tveimur stigum minna í þriðju deildinni í fótbolta en liðin spila í kvöld. Þó liðin muni vafalítið berjast innanvallar hafa þau ákveðið að leggjast á eitt og leikmenn, þjálfarar og jafnvel þeir sem koma til með að starfa á leiknum munu borga sig inn en það kostar þúsund krónur inn. Mun allur ágóði leiksins renna í styrktarsjóði þriggja Íslendinga sem féllu frá fyrir skömmu eftir baráttu við krabbamein. Kórdrengir gerðu boli í júní sem var hluti af styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið. Metnaður þeirra við að láta gott af sér leiða kemur víða fram. Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, segir að KV hafi átt hugmyndina og það hafi verið auðvelt að segja já við þessari bón. „KV vildu leggja sitt af mörkum í þessari söfnun og hugmyndin kemur frá þeim. Lífið snýst um meira en bara fótbolta en ef það er hægt að blanda þessu tvennu saman, að láta gott af sér leiða og sparka í fótbolta, þá er það jákvætt,“ segir hann. Fótboltamenn hafa ekki verið mjög duglegir að láta gott af sér leiða miðað við aðrar íþróttagreinar hver svo sem ástæðan er en Kórdrengir bera nafn með rentu. „Við höfum verið í styrktarsöfnun #fyrirFanney í rúma tvo mánuði sem hefur gengið vel. Hún lést því miður fyrir skömmu en þetta er gert fyrir börnin hennar og KV lagði inn á styrktarreikning okkar fyrir Fanneyju. Þeir höfðu strax áhuga á að láta gott af sér leiða og höfðu samband við mig og vildu gera eitthvað sniðugt í kringum leikinn sem við tókum að sjálfsögðu fagnandi. Það verður mikið húllumhæ bæði innan vallar og utan.“Ingvar Þór Kale varð Íslandsmeistari með Breiðabliki.Vísir/AntonDavíð segir að í hópi Kórdrengja ríki mikil tilhlökkun vegna leiksins í kvöld. Allir séu heilir og klárir í takkaskóna. „Þetta verkefni okkar er ekki þannig að það sé verið að tjalda til einnar nætur. Við sem stöndum að liðinu viljum gera alvöru fótboltalið og höfum mikinn metnað til þess. Það vilja allir vera með, hvort sem það eru leikmenn eða styrktaraðilar. Við fáum góða mætingu á völlinn og þetta hefur risið hratt. Það er allt eða ekkert hjá okkur og stundum erum við sem stöndum að liðinu of peppaðir en ég held að við höfum gert þetta nokkuð vel. Þó að við séum nýir í þessu og ég sé að stíga mín fyrstu skref í þjálfun, nýbúinn að fá UEFA-réttindi frá KSÍ, tel ég að leikmenn og aðrir geti verið sáttir. Það vill enginn fara frá okkur og þeir sem ætluðu að stoppa stutt á sínum tíma eru hér enn. Við reynum að hafa góða umgjörð fyrir leikmenn og vöndum okkur þar. Líkamlegt atgervi leikmanna er mjög gott. Við erum ekki bara að taka þátt heldur erum við í þessu til að vinna. Leikmenn smitast af okkar metnaði og leikmenn sem áður voru of þungir eru komnir með magavöðva og eru óhræddir við að sýna þá,“ segir hann léttur. Fyrir tímabilið fékk liðið Kjartan Guðbrandsson til að koma tvisvar til þrisvar í viku og æfa liðið vel fyrir komandi átök. Það er enginn afsláttur gefinn og allir mæta á allar æfingar. „Það er enginn sem er að hringja og afboða sig. Við erum með sterka leikmenn og þeir eru enn með ástríðu fyrir fótbolta og eru ekki komnir hingað til að leika sér.“ Í hópi Kórdrengjanna eru margir leikmenn sem eiga leiki í efstu deild og Íslandsmeistaratitil eins og markvörðurinn Ingvar Þór Kale. „Við erum með gott lið og mér finnst vera stígandi í okkar leik. Við erum með langtímaplan fyrir klúbbinn en fyrsta markmiðið er alltaf að komast upp úr þriðju deildinni sem er ekkert sjálfgefið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira