Neitaði að leyfa fréttakonu að eyða með sér deginum án karlkyns fylgdarmanns Andri Eysteinsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Robert Foster segir þetta eingöngu til marks um kristileg gildi sín. Twitter/RobertFoster4MS Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019 Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019
Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira