Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 20:51 Þeim sem verjast vilja sárasótt og öðrum smitsjúkdómum er bent á að nota smokk þegar stundaðar eru samfarir. Vísir/Getty Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér. Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira