Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir greinilega vænn kostur við matarborðið. Vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Hvaða rugl er þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira