Lífið

Íslenskur slagsmálahamstur hyggur á hefndir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slagsmálahamsturinn bíður eftir næstu lotu.
Slagsmálahamsturinn bíður eftir næstu lotu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum/Facebook
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir nú eftir eiganda slagsmálahamstursins „Hamsturs MacGregor.“ Hamsturinn varð undir í átökum við kött í bakgarði heimahúss í Keflavík.

„Eigandi kattarins náði hamstrinum frá kisa og kom með hann á lögreglustöðina í Reykjanesbæ. Við leitum því nú af eiganda slagsmálahamstursins sem við höfum gefið nafnið Hamstur MacGregor í kerfum okkar,“ segir í færslu lögreglunnar.

Þar kemur einnig fram að hamsturinn sé nokkuð æstur eftir átök dagsins og heimti að hefna sín á „kattarófetinu,“ eins og hamsturinn er sjálfur sagður hafa komist að orði.

Þá segist lögreglan vonast til þess að hægt verði að ná fram einu stöðugildi lögreglumanns sem fara muni með alfarið með „vesenið á þessum blessuðu dýrum hér á svæðinu.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×