Syndaskattar Katrín Atladóttir skrifar 1. júlí 2019 07:00 Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun