Eðlilegt verð segir borgin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Húsið kostar borgina 230 milljónir króna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Kaupverðið er eðlilegt og ráða því nokkrir þættir sem umræddur fasteignasali tók ekki með í reikninginn,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, í svari við fyrirspurn um kaup borgarinnar á fasteigninni Hringbraut 79. Kaupverðið er 230 milljónir króna auk þess sem setja þarf fimm milljónir í aðlögun húsnæðisins að fyrirhugaðri notkun. Húsnæðið er ætlað velferðarsviði borgarinnar og verður íbúðakjarni fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. Húsið er 395,3 fermetrar og samanstendur af tveimur íbúðum og bílskúrum. Íbúðirnar skipast í sjö íbúðaeiningar sem allar eru með eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Fasteignasalinn Páll Pálsson fjallaði um kaupin á Facebook-síðu sinni Fasteignafréttir og velti upp þeirri spurningu hvort um góð kaup væri að ræða fyrir borgina. Fermetraverðið væri 580 þúsund krónur en meðalfermetraverðið á sambærilegum eignum væri nær 490 þúsund. Bjarni bendir á að ásett verð hafi verið 280 milljónir, verðmat 240 milljónir en borgin keypt á 230 milljónir með búnaði, sem sé líklega um 10 milljóna króna virði. „Þá má líta til þess í svona viðskiptum að húseignin er nýuppgerð að utan sem innan,“ segir Bjarni. „Litlu eða engu þarf að breyta til að skjólstæðingar borgarinnar geti flutt beint inn. Þetta skýrir verðið sem borgin greiðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira