RÚV og Google Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun