Evrópumeistararnir í úrslit eftir framlengingu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 21:30 Groenen fagnar sigurmarkinu. vísir/getty Evrópumeistarar Hollands eru komnir í úrslitaleikinn á HM 2019 sem fer fram í Frakklandi eftir 1-0 sigur á Svíþjóð í undanúrslitaleiknum í kvöld. Í úrslitaleiknum munu Hollendingar mæta ríkjandi heimsmeisturum í Bandaríkjunum en úrslitaleikurinn fer fram í Lyon á sunnudaginn. Svíþjóð og England mætast í leiknum um þriðja sætið á laugardag.FT Netherlands 1-0 Sweden The Netherlands are into their first ever Women's World Cup final! Live reaction @BBCOne https://t.co/K7ytMSWqXg#NEDSWE#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/CDj21vJGeE — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019 Fyrri hálfleikurinn í kvöld var mjög leiðinlegur. Fá færi litu dagsins ljós og bæði lið voru mjög varkár. Leikmyndin varð eftir því og staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ívið fjörugari. Bæði lið áttu sín færi. Sari Van Veenendaal, markvörður Hollands, þurfti að taka á stóra sínum einu sinni og Hollendingar skutu í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Eina mark leiksins kom á 99. mínútu er Jackie Groenen tryggði Hollandi sigurinn. Boltinn féll fyrir hana fyrir utan teig Svíþjóð, hún tók eina snertinu áður en hún skaut hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Laglegt skot og fyrsta mark hennar á mótinu.1 - Jackie Groenen scored with her first shot on target this #FIFAWWC for the @oranjevrouwen. Timing. #NEDpic.twitter.com/ZLmrDHCZty — OptaJohan (@OptaJohan) July 3, 2019 Það verða því Holland og Bandaríkin sem berjast um það að verða heimsmeistari kvenna árið 2019 en úrslitaleikurinn fer fram eins og áður segir á sunnudaginn. HM 2019 í Frakklandi Holland
Evrópumeistarar Hollands eru komnir í úrslitaleikinn á HM 2019 sem fer fram í Frakklandi eftir 1-0 sigur á Svíþjóð í undanúrslitaleiknum í kvöld. Í úrslitaleiknum munu Hollendingar mæta ríkjandi heimsmeisturum í Bandaríkjunum en úrslitaleikurinn fer fram í Lyon á sunnudaginn. Svíþjóð og England mætast í leiknum um þriðja sætið á laugardag.FT Netherlands 1-0 Sweden The Netherlands are into their first ever Women's World Cup final! Live reaction @BBCOne https://t.co/K7ytMSWqXg#NEDSWE#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/CDj21vJGeE — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019 Fyrri hálfleikurinn í kvöld var mjög leiðinlegur. Fá færi litu dagsins ljós og bæði lið voru mjög varkár. Leikmyndin varð eftir því og staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ívið fjörugari. Bæði lið áttu sín færi. Sari Van Veenendaal, markvörður Hollands, þurfti að taka á stóra sínum einu sinni og Hollendingar skutu í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Eina mark leiksins kom á 99. mínútu er Jackie Groenen tryggði Hollandi sigurinn. Boltinn féll fyrir hana fyrir utan teig Svíþjóð, hún tók eina snertinu áður en hún skaut hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Laglegt skot og fyrsta mark hennar á mótinu.1 - Jackie Groenen scored with her first shot on target this #FIFAWWC for the @oranjevrouwen. Timing. #NEDpic.twitter.com/ZLmrDHCZty — OptaJohan (@OptaJohan) July 3, 2019 Það verða því Holland og Bandaríkin sem berjast um það að verða heimsmeistari kvenna árið 2019 en úrslitaleikurinn fer fram eins og áður segir á sunnudaginn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti