63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunu sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi á næstu tólf mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun MMR þar sem skoðað var viðhorf stjórnenda fyrirtækja og stofnanna til horfa í íslensku hagkerfi og rekstrarumhverfis fyrirtækja og stofnanna.
Þá benda niðurstöðurnar til þess að stjórnendur séu talsvert svatsýnni á efnahag lansins og horfur í rekstrarumhverfi nú heldur en í síðustu mælingu MMR sem gerð var í febrúar árið 2017. Þá sögðu 86% stjórnenda sem tóku þátt í könnuninni að þeir sæju fram á vöxt í hagkerfinu. Nú segjast aðeins 12% stjórnenda sjá fram á vöxt í hagkerfinu til næstu tólf mánaða.
Þá hefur hlutfall þeirra stjórnenda sem sjá fram á aukna veltu lækkað um rúm 30 prósentustig milli mælinga. 69% prósent stjórnenda segist gera ráð fyrir að launakostnaður muni aukast á næstu tólf mánuðum. Þá telja 30% stjórnenda að starfsmönnum muni fækka.
Könnunin var gerð dagana 26. maí til 6. júní og tóku 908 stjórnendur þátt í könnuninni sem nánar má lesa um hér.
Meirihluti stjórnenda sér fram á samdrátt
Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Mest lesið

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent
