Innlent

Kona grunuð um stórfelldan innflutning á oxycontin fær ekki að fara úr landi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni.
Kona var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Vísir/JóiK
Landsréttur hefur úrskurðað konu, sem handtekin var á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum með um 7000 oxycontin-töflur í fórum sínum, í farbann til 26. júlí næstkomandi, eða þar til dómur gengur í máli hennar.

Konan, sem búsett er utan landsteinanna en á lögheimili hér á landi, kom hingað til lands með flugi frá Alicante á Spáni þann 19. apríl. Talið er að lyfin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi.

Í úrskurði Landsréttar segir að rannsókn málsins sé nærri lokið og málið verði innan skammt sent héraðssaksóknara. Að því gættu verði farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur.

Götuvirði taflnanna er talið geta numið um 50 milljónum króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×