Brynjar Ásgeir Guðmundsson spilar ekki einungis allar stöður á vellinum heldur hefur hann einnig tekið að sér þjálfun fjórðu deildarliðsins ÍH. Svo hefst níundi þáttur Fimleikafélagsins.
Fimleikafélagið er þáttur í umsjón Freys Árnasonar þar sem sjónum er beint að leikmönnum meistaraflokks FH í Pepsi Max deild karla og er fókusinn oftar en ekki á líf leikmanna fyrir utan völlinn.
Freyr fylgdi Brynjari Ásgeiri eftir á leikdegi ÍH.
Dagurinn byrjaði ekki vel fyrir Brynjar því hann hafði valið í hóp fyrir leikinn við Kormák/Hvöt kvöldið áður og strax voru þrír búnir að draga sig úr hópnum.
„Þá er bara einn að fara í próf og annar að eignast barn og þriðji gaurinn bara á tónleikum,“ sagði Brynjar.
Eftir því sem leið á daginn kvarnaðist meira úr hópnum hjá Brynjari. Brynjar þurfti að sjá um grill fyrir fótboltaskólann í Kaplakrika og fara sjálfur á æfingu hjá FH á meðan hann reyndi að verða sér úti um framherja til þess að spila fyrir ÍH um kvöldið.
Þegar í leikinn var komið gekk ekki nógu vel hjá ÍH mönnum og þeir töpuðu 2-0. Seinna markið var sjálfsmark frá varamanninum Króla, hann hafði mætt aðeins seint í leikinn því hann var að spila á Secret Solstice fyrr um kvöldið.
Þessa skemmtilegu innsýn inn í líf þjálfara í fjórðu deild karla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikafélagið: Innsýn í líf þjálfara í fjórðu deildinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
