Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 13:08 Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Getty/Antonprado - Rick Friedman Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn á flugvelli í New Jersey í gær og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ákæran sem um ræðir er talin ná til meintra mansalsbrota á árunum 2002 og 2005, samkvæmt upplýsingum CNN. Samkvæmt heimildarmönnum miðilsins The Daily Beast innan lögreglunnar var Epstein handtekinn fyrir meint mansal á tugum ungmenna. Epstein, sem er 66 ára gamall og áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum, slapp við svipaða alríkiskæru á árunum 2007 og 2008 eftir að hafa náð umdeildu samkomulagi við alríkissaksóknara í Miami, Flórída. Samkomulagið fól í sér að Epstein gekkst við tveimur minni brotum á lögum Flórídaríkis og sat inni í þrettán mánuði. Í staðinn drógu saksóknarar alríkisákærur sínar til baka sem hefðu getað lengt fangelsisdóm hans. Samkomulagið er talið hafa leitt til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI stöðvaði rannsókn sína á meintum brotum Epstein. Á meðan fangelsisdvöl hans stóð var honum leyft að fara út sex daga vikunnar til þess að fá að vinna á skrifstofu sinni. Meira en áratugur er síðan Epstein komst fyrst í fjölmiðla vegna ásakana þess efnis að hann hafi borgað tugum stúlkna, allt niður í 14 til 15 ára aldur, fyrir að senda sér kynferðisleg skilaboð. Gert er ráð fyrir því að Epstein fari fyrir alríkisrétt í New York á morgun.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01 Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Raymond Rodio III er ákærður í alls tólf liðum fyrir mansal og að stuðla að vændi. 25. apríl 2019 23:01
Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina. 27. júní 2019 19:45
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44