32 þúsund konur hafa skráð sig í Áfallasögu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 20:00 Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45
Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56
Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08