Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:34 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseti Kína, á fundi sínum í Pyongyang. epa/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans. Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans.
Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent