Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 10:34 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Xi Jinping, forseti Kína, á fundi sínum í Pyongyang. epa/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans. Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum „alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. Frá þessu var greint á ríkismiðli Norður-Kóreu í morgun og hafa fréttastofur Reuters og breska ríkisútvarpsins BBC fjallað um málið. Xi er í opinberri heimsókn í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þeirri fyrstu sem kínverskur leiðtogi hefur farið í til landsins síðan 2005. Xi er í tveggja daga heimsókn en í dag er seinni dagur hennar. Hann mætti til Pyongyang í gær þar sem hann var boðinn velkominn við glæsilega athöfn þar sem norðurkóreskir þegnar sungu fyrir hann lagið „Ég elska þig, Kína,“ og þúsundir einstaklinga héldu uppi spjöldum sem saman mynduðu andlit Xi og kínverska fánann. Kína er eina landið sem styður Norður-Kóreu og á heimsókn Xi að styðja og styrkja Pyongyang gegn álaginu sem viðskiptabönn Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og eldflauga áætlun landsins hafa lagt á það. Auk þess á heimsóknin að sýna stuðning Kína við Norður-Kóreu vegna afvopnunarsamningi við Bandaríkin sem hefur ekki gegnið eftir. Aðeins er vika þar til Xi og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittast á G20 ráðstefnunni í Osaka í Japan en ríkin hafa átt í miklum viðskiptaþvingunum við hvort annað síðustu misseri.Leiðtogarnir Kim og Xi keyra í gegn um Pyongyang þar sem lýðurin hyllir komu Xi.epa/kcnaKim sagði bönd Norður-Kóreu og Kína órjúfanleg. Í gær var birt myndband af því þegar Xi lenti í Pyongyang og hann keyrði inn í höfuðborgina, þar sem mikil fagnaðarlæti voru. Sýningin, sem fór fram þegar Xi kom til Norður-Kóreu, var titluð „Ósigrandi Sósíalismi“ og var sérstaklega undirbúin fyrir heimsókn Xi. Þar voru sungin sósíalísk lög, þar á meðal „Ekkert nýtt Kína án Kommúnistaflokksins“ og „Ég elska þig, Kína.“ Á einu skiltinu sem haldið var uppi stóð á kínversku: „Gaman að sjá þig Xi afi.“Órjúfanleg bönd sósíalista Ríkisútvarp Norður-Kóreu, KCNA, sagði heimsókn Xi líklega til að úrslita í stuðningi Kína við hagkerfi Norður-Kóreu, sem er óstöðugt og bundið viðskiptaþvingunum. Auk þess sýndi hún heiminum óbreytta vináttu á milli ríkjanna. Þrátt fyrir það hafa samskipti ríkjanna ekki alltaf verið dans á rósum og er það helst vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Hjá ríkisútvarpi Kína, Xinhua, kemur fram að Xi hafi sagt Peking og Pyongyang hafa sammælst um að pólitískt samkomulag vegna kjarnorkumála á Kóreu skaganum sé mál sem þurfi að ræða og að halda þurfi áfram friðarviðræðum. Leiðtogarnir tveir samþykktu að leggja áherslu á mikil samskipti hvað varðar hernaðaráætlanir og styrkja þyrfti samstarf á öllum sviðum. Í gær hrósaði Xi Norður-Kóreu fyrir viðleitni þeirra til kjarnorkuafvopnunar og sagði alþjóðasamfélagið vona að Norður-Kórea og Bandaríkin gætu átt samræður sem myndu leiða eitthvað gott af sér. Frá því að upp úr leiðtogafundi Trump og Kim flosnaði í Hanoi fyrr á árinu hafa stjórnvöld í Pyongyang framkvæmt einhverjar vopnatilraunir og varað við „óþarfa afleiðingum,“ ef Bandaríkin yrðu ekki sveigjanlegri. Í kvöldverðarveislu sem haldin var í gær, sagði Xi að Kína styddi Kim í leit hans að pólitískri lausn á vandamálum Kóreu skagans.
Bandaríkin Fréttaskýringar Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43 Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Leiðtogi Kína heimsækir Norður-Kóreu í fyrsta skipti í 14 ár Xi Jinping, forseti Kína, mun ferðast til Norður-Kóreu á fimmtudag og vera í tveggja daga opinberri heimsókn, samkvæmt ríkisfréttamiðli Kína. 17. júní 2019 16:43
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19