120 frumvörp urðu að lögum á löngu þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 11:45 Frá þingi í vikunni þar sem var nóg um að vera áður en þingmenn fóru í sumarfrí. vísir/vilhelm Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis. Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Alþingi var frestað í gærkvöldi og mun koma saman að nýju seint í ágúst til þess að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Fjölmörg frumvörp urðu að lögum á þingvetrinum, eða alls 120 talsins, samkvæmt samantekt á vef Alþingis. Þá voru alls 47 þingsályktunartillögur samþykktar, þar á meðal fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 og breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Þingið var óvenju langt nú, og er í raun ekki lokið þar sem orkupakkanum var frestað fram á sérstakt síðsumarþing, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta því þann 5. júní síðastliðinn. Þing fór því tvær vikur fram úr áætluninni, aðallega vegna ágreinings vegna um það hvernig afgreiða skyldi þriðja orkupakkann.Kynrænt sjálfræði, fiskeldi og ný umferðarlög Á meðal þeirra mála sem urðu að lögum voru ný umferðarlög, lög um kynrænt sjálfræði, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins sem og frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Í síðastnefnda frumvarpinu sem varð að lögum í gær er meðal annars áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest auk þess sem innleiddir voru fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi til að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna. Með nýjum umferðarlögum var leyfilegt magn vínanda í blóði minnkað þar sem það fór úr 0,5 prómill í 0,2 prómill. Þá er sveitarfélögum og Vegagerðinni nú heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst. Með lögum um kynrænt sjálfræði er fólki síðan nú heimilt að skilgreina kyn sitt sjálft. Þannig getur fólk nú farið í og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum skilríkjum án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Þá þarf viðkomandi ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður.Hægt er að kynna sér hvaða mál fóru í gegnum þingið og hver ekki nánar á vef Alþingis.
Alþingi Fiskeldi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41 Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. 19. júní 2019 17:41
Banna beinar textalýsingar úr dómsal Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér nokkrar veigamiklar breytingar á ákvæðum laga um meðferð einkamála. 13. júní 2019 14:56
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent