Eitt leyfisbréf og framhald málsins Guðríður Arnardóttir skrifar 21. júní 2019 13:43 Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú á lokametrunum samþykkti Alþingi ný lög um menntun og ráðningu kennara þrátt fyrir ýmsa agnúa á þeim. Frumvarpið sem varð að lögum hlaut meðmæli leik- og grunnskólakennara en var hins vegar harðlega gagnrýnt af framhaldsskólakennurum sem og lykilaðilum sem hafa komið að menntun framhaldsskólakennara í háskólasamfélaginu. Helstu áhyggjur framhaldsskólakennara lúta að því að í stað þriggja leyfisbréfa sem áður voru bundin við tiltekin skólastig verður frá og með næstu áramótum gefið út eitt leyfisbréf með starfsheitinu „kennari“ sem gildir á öllum skólastigum. Alþingi hafði síðasta orðið í málinu eins og vera ber og hlaut frumvarpið brautargengi góðs meirihluta Alþingis án mótatkvæða. Nú verður framhaldsskólasamfélagið að vinna með þessa niðurstöðu og beygja sig undir lýðræðislega niðurstöðu löggjafans. Málið hefur reynt á stjórn KÍ þar sem ágreiningur hefur verið þar innandyra um málið frá fyrsta degi. Til bráðabirgða tók hins vegar gildi ákvæði um áframhaldandi vinnu við að slípa til helstu agnúa nýrra laga og mun mennta- og menningarmálaráðherra skipa starfshóp lykilaðila í þeirri von að á næstu mánuðum takist að mynda sátt innan KÍ um ný lög sem taka gildi 1. janúar 2020. En sá starfshópur sem velst saman og fjallar um væntanleg lög verður að vera hæfur til þess að fjalla málefnalega, faglega og lausnamiðað um framgang málsins. Verði sömu leikmenn inni á þeim velli er ekki að vænta sáttar í málinu. Undirrituð mun stíga til hliðar í þeirri vinnu og fela varaformanni Félags framhaldsskólakennara að halda um taumana fyrir hönd framhaldsskólakennara, með þeirri áskorun að stjórnir annarra aðildarfélaga KÍ geri slíkt hið sama og skipi til verka fólk sem kemur ferskt og ósárt að samningaborðinu.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun