Fjórir skólar og enn fleiri leikskólar í nýja hverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 21:38 Þar sem áætlað er að hverfið rísi er nú grófur iðnaður. reykjavík Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15