Segir peningana sogast suður Ari Brynjólfsson skrifar 22. júní 2019 10:00 Rúmlega 10.000 tonna framleiðsla í fiskeldi er nú á sunnanverðum Vestfjörðum. Fréttablaðið/Pjetur Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Alþingi samþykkti ný lög um gjaldtöku í fiskeldi. Þriðjungur tekna rennur í fiskeldissjóð. Bæjarstjórar sveitarfélaga við fiskeldisfirði segja að mun meira hefði átt að renna til innviðauppbyggingar og eftirlits. Mér sýnist allur þessi peningur fara bara suður. Síðan eigum við að fara suður til að betla pening sem verður til hjá okkur. Fyrir utan að það er ekkert gefið hvort það verði yfirleitt einhver peningur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni er gert ráð fyrir að tveir þriðju tekna af gjaldinu renni í ríkissjóð. Þriðjungur á að renna í fiskeldissjóð frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Fiskeldi stefnir í að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein í bænum. Karl Óttar, líkt og aðrir bæjarstjórar í sveitarfélögum þar sem fiskeldi er til staðar, gagnrýndi við vinnslu frumvarpsins að ekki rynni meira til sveitarfélaganna, þar að auki væri óþarfi að gera slíkt í gegnum sérstakan sjóð. Hann er svartsýnn á að nokkuð muni skila sér. Slíkt hafi gerst áður með Ofanflóðasjóð. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar. „Þar er ákveðinn peningur settur í sjóðinn, þeir fjármunir hafa ekki nýst sem áætlað var. Í þessum nýju lögum á Alþingi að ákveða hvort það sé sett eitthvað í sjóðinn og síðan þurfum við að rökstyðja að uppbyggingin tengist fiskeldi.“ Karl Óttar segir það geta reynst erfitt, þörf sé á uppbyggingu innviða vegna fiskeldis en það þýði ekki að nefndin sem sjái um að útdeila fjármununum líti það sömu augum. „Það eru framkvæmdir við höfnina okkar núna sem munu nýtast fiskeldinu, en það er ekki bara fyrir fiskeldið. Við stöndum undir okkar framkvæmdum sjálf og munum líklegast þurfa að gera það áfram þrátt fyrir að gjald sé tekið af atvinnugreininni. Fiskeldi er orðið mjög stór og öflug atvinnugrein hér í Fjarðabyggð.“ Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, telur að lögin í heild sinni komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið, sérstaklega þegar kemur að því að eyða óvissu um rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Gjaldtakan sé hins vegar annað mál. „Fyrir sveitarfélag eins og Vesturbyggð sem á við vaxtarverki að stríða þá þurfum við mikinn stuðning við að koma innviðum okkar í samt lag. Við hefðum viljað sjá þetta í ætt við tillögur ráðherra fyrir tveimur árum, þar sem í kringum 85 prósent áttu að renna til innviðauppbyggingar.“ Miðað við þessa niðurstöðu segir Rebekka að innviðauppbyggingin verði meiri áskorun. „Við erum ekki mjög ánægð með niðurstöðuna og munum halda áfram þessu samtali við stjórnvöld.“ Karl Óttar segir nýju lögin dæmigerð, allt fjármagn sogist suður. „Við búum við þessa firði en höfum ekkert um þá að segja. Við fengum engu ráðið um Hellisfjörð og Viðfjörð, það er ekkert hlustað á okkur. Það eru engir peningar settir í eftirlit eða þekkingu og ef það yrði umhverfisslys hérna þá lendir það alfarið á okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent